Það er bragð af sólinni í ítölskum mat. Og ekki bara af sólinni, heldur líka heitum jarðveginum, árstíðunum, menningunni. Hér í gömlu húsi við Bankastræti í Reykjavík bjóðum við þér að upplifa ítalska matargerð með úrvals hráefni sem magnar upp sólina í hjartanu.

ÓSVIKIÐ ÍTALSKT

Kiddi hefur starfað sem menntaður matreiðslumaður í 5 ár þó reyndar hafi hann verið í bransanum frá árinu 1999. Reynsla hans hleypur frá stöðu matreiðslumanns hjá Grillmarkaðnum til yfirmatreiðslumanns í Einsa Kalda í Vestmannaeyjum. Kiddi ásamt bróður hans Brynjari, hafa einbeittan vilja til að þróa og framreiða á nýstárlegan hátt einstaka rétti þar sem hollusta og ferskleiki miðjarðarhafs eldhússins fær notið sín með besta hráefni sem völ er á, ferskum matjurtum og kryddi þannig að PRIMO geti með sanni talist – ítalskt alla leið.

PIZZA ELDHÚSIÐ

Brynjar er með 10 ára starfsreynslu við pizzu bakstur. Síðustu þrjú árin gegndi hann starfi yfirmatreiðslumanns en ákvað að hefja störf hjá PRIMO til að takast á við nýjar áskoranir og þróa sig enn frekar með gæðavöru og hráefni til að ná nýjum hæðum í ástríðu sinni að gera einstakar súrdeigs pizzur, stökkar að utan en mjúkar að innan. Hægt er að velja á milli heilhveiti og hvítra súrdeigsbotna en hollusta og gæði eru höfð að leiðarljósi í pizzugerðinni sem öðru, ítalskt alla leið.